zoom_hs_ks60set_561728_p_01a

KAPEX KS 60 Bútsög

Vörulýsing

Ný bútsög frá Festool.

Margir þekkja KS 120 sögina sem á sér ekki hliðstæðu þegar kemur að nákvæmni og þægindum í notkun.
KS 60 sögin er minni og léttari útgáfa, en gefur ekkert eftir í gæðum! Mjög meðfærileg og þægileg til þess að vera með á ferðinni.

Sögina er hægt að stilla í 60° bæði til hægri og vinstri og halla henni í 47°/46°. Þá hefur hún möguleika á að stilla sögunardýpt sem er hentugt t.d þegar efni er sagað hálft í hálft.
Eins og á KS 120 söginni er gott bil á milli pípanna sem sögin rennur á og þá eru mjög öflugar legur. Þetta gerir það að verkum að öll notkun er mjög mjúk og átakalaus.
Pípurnar eru fastar svo að hægt er að staðsetja sögina uppvið vegg.
Sögin er með frásogsstút fyrir ryksugu sem lágmarkar ryk við notkun. Útdraganleg hliðarborð veita svo aukinn stuðning við efni.
Hraðastýring á mótor hjálpar til við að fá alltaf það besta útúr söginni miðað við það efni sem er sagað hverju sinni.

SET útgáfan kemur með LED ljósi, sem sýnir einnig sagarfarið og vönduðu sniðmáti sem má nota til þess að stilla sögina af mikilli nákvæmni fyrir geirskurð.
Þá fylgja henni einnig sérstakir tappar undir planið sem hækka hana örlítið. Þá er planið á söginni í nákvæmlega sömu hæð og SYSTAINER 1 kassi sem má nota til þess að styðja undir lengra efni.

Einnig er fáanleg UG-SET útgáfa með samanbrjótanlegu borði og hliðarlöndum.

Við bjóðum þessa sög á sérstöku tilboðsverði, frá kr. 99.820.- m.vsk

HÉR má sjá myndband af söginni.

Tækniupplýsingar:
Afl 1.200w
Sn/min 1.300-3.500
Þyngd 17,8kg
Sagarblað 216mm
Sögunargeta 90°/90° 60x305mm
45°/90° 60x215mm
45°/45° vinstri 40x215mm
zoom_hs_ks60set_561728_a_10a zoom_hs_ks60set_561728_a_20a zoom_hs_ks60set_561728_a_32a zoom_hs_ks60setxlug_574789_p_01a